Creative Europe

Kvikmynda- og menningar­áætlun ESB 2021-2027

Creative Europe styrkir skapandi greinar með áherslu á menningarlega fjölbreytni og viðbrögð við þeim áskorunum sem menning og listir standa frammi fyrir. Sérstök áhersla verður lögð á stafrænar og grænar lausnir.  Áætlað umfang næstu 7 árin er um 2.5 milljarðar €.

Áhersluþættir

  1. Styðja við, þróa og kynna fjölbreytileika evrópskrar menningar og menningararfleifðar frá öllum málsvæðum.
  2. Auka samkeppnishæfni og hagræna möguleika menningargeirans með sérstaka áherslu á kvikmyndir og margmiðlun.

Markmið

  • Listrænt og menningarlegt samstarf styrkt og aukið á Evrópuvísu. Útrás evrópskrar menningar studd með áherslu á hagrænan og félagslegan ávinning. Sérstök áhersla er lögð á nýsköpunarverkefni sem ná mikilli útbreiðslu.
  • Samstarf á sviði nýsköpunar, sjálfbærni og samkeppnishæfni.
  • Áhersla á þverfaglegar nýjungar og aukið samstarf milli menningargreina.
  • Ýtt undir fjölbreytt, sjálfstætt og margbreytilegt miðlaumhverfi / fjölmiðlalæsi. Á þann hátt er stutt við listrænt tjáningarfrelsi, þvermenningarleg samskipti og jöfn tækifæri.

Creative Europe styrkir verkefni sem nýtast til að styðja við ýmis stefnumál framkvæmdastjórnar ESB eins og t.d. Green Deal (grænar lausnir), jöfn tækifæri, sjálfbærni og jafnrétti kynjanna.

Ný áætlun hefur um 50% meira fé til umráða en fyrri áætlun Creative Europe 2014-2020 og er ætlað að leggja sitt af mörkum til að menningargeirinn nái sér aftur á strik eftir heimsfaraldurinn

Tækifæri innan áætlunarinnar

Creative Europe skiptist í þrjár meginstoðir:  MEDIA (kvikmynda- og margmiðlunarverkefni),
MENNINGU (verkefni á sviði menningar og skapandi greina), og ÞVERÁÆTLUN ( samvinna þvert á skapandi greinar og nær einnig yfir fjölmiðla).

Hverjir geta sótt um?

Allir lögaðilar, menningarfyrirtæki og –stofnanir, geta sótt um til Creative Europe en skilyrði er að þátttakendur séu frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og / eða Íslandi, Noregi og Liechtenstein.

Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.

Umsóknarfrestir og þjónusta við umsækjendur

Rannís er umsýsluaðili Creative Europe á Íslandi og hefur umsjón með kynningu á áætluninni og veitir umsækjendum upplýsingar og aðstoð.

Viltu vita meira?

Skoðaðu vefsíðu Creative Europe hjá ESB  til að kanna þá möguleika sem bjóðast. Þar er einnig hægt að skoða niðurstöður verkefna sem þegar hafa verið styrkt.  








Þetta vefsvæði byggir á Eplica